03.05.2015 15:25

Stöddi 03.05.2015

Í dag var síðasti hittingur vetrarins og að þessu sinni hittumst við á Stöðvafirði í gömlu kirkjunni sem er búið að breyta í gistiheimili og hefur það tekist virkilega vel og þarna var gott að vera.

Við vorum þarna 15 konur sem gerðu sér glaðan dag með saumaskap, og prjóni og hekli og að sjálfsögðu voru kræsingar á borðum.

 

Við komum með uppástungu um að fara út að borða þann 15. maí á Neskaupstað en það verður athugað betur síðar.

 

Takk fyrir góðan vetur.

 

Flettingar í dag: 27
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 148
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 342533
Samtals gestir: 70669
Tölur uppfærðar: 11.12.2018 07:59:57