01.05.2016 19:15

Fljótsdalsgrund saumahelgi

Nú hittumst við 16 konur að Fljótsdalsgrund í Fljótsdal og eyddum þar helginni við sauma og skemmtilegheit.  Þetta er alveg frábær staður og alveg yndislegt að vera.  Staðarhaldarinn Helga stjanaði við okkur með góðum mat alla helgina og við fórum svo sannarlega ekki svangar heim.

Allur aðbúnaður þarna var til fyrirmyndar og herbergin og allt eins og best getur verið.  Við værum svo sannarlega tilbúnar að eyða þarna annarri helgi eins og þessari.

Nancy hjá Quiltbúðinni á Akureyri kom með hálfa búðina með sér og var hægt að næla sér í allskonar efni og aukahluti.

Verkefni helgarinnar var dúkur sem hannaður var af Eygló Friðriksdóttur og litu margar ólíkar útgáfur af honum dagsins ljós sem sjá má á síðunni okkar.

 

Flettingar í dag: 45
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 46
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 349386
Samtals gestir: 71928
Tölur uppfærðar: 18.2.2019 15:25:38