Færslur: 2009 September

28.09.2009 20:06

Saumadagar

Sælar allar kæru saumakonur
Það var mikið um að vera um helgina.Saumadagur á Reyðarfirði þar mættu hressar og kátar konur og saumuðu fram eftir degi. Ég kom ekki og Guðrún Ben tók myndir fyrir mig til að við kæmum með nýjar myndir á síðuna okkar. Svo átti Anna María afmæli þann 27 sept og óskum við henni til hamingju með það. Enn það fóru 6 sprettarar á Löngumýri á saumahelgi og hún var frábær eins og saumahelgar eiga að vera næsti saumadagur er 11 okt á Reyðarfirði

13.09.2009 17:36

Frábær saumahelgi á Djúpavogi

Jæja þá erum við komnar heim af GEÐVEIKRI saumahelgi á Djúpavogi . Þetta var bara gaman fullt af nýjum og gömlum gleðisaumakonum allar frábærar.Það var dekrað við okkur í mat og drykk og saumavélarnar tifuðu fram á nótt. Við sváfum mjög hratt til að nýta timann vel. Þökkum sérstaklega Guðnýju Önnu fyrir frábær skemmti atriði þó hún hafi látið mig taka þátt í þeim öllum . Þetta var frábært og hlakka til næstu saumahelgar Hittumst næst á Reyðarfirði 27 sept hressar og kátar kær saumakveðj emoticona til ykkar allra

06.09.2009 16:16

Stöðvarfjörður 6 sept

Jæja þá fórum við á Stöðvarfjörð að sauma .Það var tekið vel á móti okkur með góðum kræsingum og afmælistertu svakalega góðri enn Guðrún Ben átti afmæli í dag og við óskum henni að sjáfsögðu til hamingju með daginn. Við erum farnar að æfa okkur fyrir Djúpavog sem er næsta helgi

emoticonvið hlökkum mikið til: Við erum á milli 40 og 50 misvirkar saumagleðikonur í Spretti alltaf eldhressar . Það eru komnar nýjar myndir í albúmið okkar Hittumst næst á Reyðarfirði 27 sept kátar eftir Djúpavog hafið það sem allra best kveðja frá Sprettiemoticon

  • 1
Flettingar í dag: 45
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 46
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 349386
Samtals gestir: 71928
Tölur uppfærðar: 18.2.2019 15:25:38