Færslur: 2010 Maí

16.05.2010 15:08

Vorslútt í Glaðheimum

Sælar allar
Nú er vetrarstarfinu lokið í bili og komið sumarfrí fram í september . Við fórum á Fáskrúðsfjörð og slúttuðum skemmtilegum saumavetri þar var mikil veisla kærar þakkir fyrir það .Svo kom leynigestur frá höfuðstaðnum eða Anna Margrét frá íslenska bútasaumsfélaginu hún sagði okkur margt skemmtilegt og fræddi okkur helling og sagði okkur skemmtilegar sögur um bútasaum . Þökkum henni kærlega fyrir komuna Hlakka til að hitta ykkur aftur í haust eigið þið ánægjulegt sumar og saumið þegar er rigning kær kveðja frá Spretti

02.05.2010 16:54

Notarleg saumahelgi á Eskifirði

Sælar allar
Nú erum við búnar að vera á notalegri saumahelgi með Kristrúnu og Sísu úr Quiltbúðinni á Akureyri.
Við mættum á laugardagsmorgni og saumuðum fram á kvöld og hittumst aftur á sunnudagsmorgni og saumuðum meira .Þetta var bara gaman þökkum Kristrúnu og Sísu kærlega fyrir notarlega helgi.
Þá er vetrarhittingurinn að verða búinn enn slúttið verður í Glaðheimum á Fáskrúðsfirði 15 maí þá er komið sumarfrí: Vonandi koma sem flestar á slúttið . kær kveðja Sprettur


  • 1
Flettingar í dag: 45
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 46
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 349386
Samtals gestir: 71928
Tölur uppfærðar: 18.2.2019 15:25:38