Færslur: 2012 Febrúar

26.02.2012 18:38

Saumahelgi

Sælar allar nú er aldeilis búið að vera gaman hjá okkur .Við skelltum okkur í Eyjólfsstaði´og saumuðum alla helgina þar mættu 22 hressar konur og skemmtu sér saman og saumuðu og saumuðu .Þær komu víða að og Kristrún og Auður þurftu að gista á Mývatni á leiðinni vegna veðurs en skiluðu sér að lokum þetta var bara gaman og hlakka til næstu saumahelgar í haust á Löngumýri Takk stelpur fyrir frábæra helgi og góða skemmtun .Við hittumst næst á Eskifirði 11 mars kær kveðja Gleðikonurnar í Spretti

13.02.2012 10:01

Glaðheimar 12 feb 2012

Sælar allar
Við hittumst á Fáskrúðsfirði þar voru margar hressar konur. Fengum flottar veitingar takk fyrir þær . Svo var Ásta að kenna okkur að gera voða flott man ekki hvað það heitir myndir af því á síðunni okkar það var voða gaman er ekki alveg búinn að ná því enn æfingin skapar meistarann . Næst verðum við á Saumahelgi á Eyjólfsstöðum 24-26 feb þá verður sko gaman hjá okkur biðjum að heilsa í bili kær saumakveðja Spretturnar
  • 1
Flettingar í dag: 26
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 127
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 342384
Samtals gestir: 70653
Tölur uppfærðar: 10.12.2018 11:57:09