Færslur: 2012 Desember

17.12.2012 06:38

Jólafundur á Eskifirði

Sælar allar

Við hittumst í Eskjusalum á Jólafundi .Það mættu 9 konur og áttum við notarlega stund saman .Fengum heitt súkkulaði og meðlæti .Svo skiptumst við á gjöfum .þetta var bara gaman.Þar sem þetta var síðasti hittingur á þessu ári þökkum við heimsóknir á síðuna okkar .Það er gaman að sjá hve margir skoða hana.  Fyrsti fundur á nýju ári verður á Stöðvarfirði 13 janúar þá koma nýjar myndir á nýju ári . Við Saumakonurnar í Spretti óskum ykkur öllum Gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári  og þökkum allt gamalt og gott    Jólakveðja Spretturnar     Ps nýjar myndir

01.12.2012 14:16

Hittingur í Glaðheimum

Sælar allar

Við hittumst í Glaðheimum Fáskrúðsfirði í næst síðasta skipti á árinu . Það var vel tekið á móti okkur frábærar veitingar takk fyrir okkur . Við hittumst næst 16 des á Jólafundi á Eskifirði þá koma allar með litla jólagjöf og við fáum heitt súkkulaði og eitthvað góðgæti Það verður síðasti hittingur á árinu Vonandi verður veðrið hagstætt og flestar geti komið og átt notarlega jólastund kær kveðja Spretturnar

  • 1
Flettingar í dag: 45
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 46
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 349386
Samtals gestir: 71928
Tölur uppfærðar: 18.2.2019 15:25:38