Færslur: 2014 Janúar

26.01.2014 18:14

Saumahittingur á Stödda 26.1.2014

Sælar allar handavinnukonur landsins
Við Spretturnar drifum okkur á Stöðvarfjörð á saumahitting .Þar mættu 19 skvísur og það var sko gaman hjá okkur .Við fengum gómsæta súpu brauðbollur og tertur í eftirrétt a la stöddi .Þökkum við kærlega fyrir okkur. Við skemmtum okkur dásamlega og fórum saddar og sælar heim. Næst hittumst við á Eiðum 8 feb í saumahitting Enn það styttist í stóru saumahelgina á Eiðum sem er 20-23 feb okkur hlakkar svo mikið til þetta er alltaf svo frábært . Jæja bless í bili saumakveðja Spretturnar

11.01.2014 16:07

Glaðheimar 11.1.2014

Sælar allar saumakonur

 Gleðilegt saumaár .Við fórum á Fáskrúðsfjörð á fyrsta hitting á nýju ári .Þar komu 14 konur saman í góðu yfirlæti .Við fengum góðar veitingar kærar þakkir fyrir það. það var ýmislegt verið að gera ekki allir komnir í gírinn eftir hátíðirnar, Enn næst verðum við allar klárar á Stöðvarfirði sunndaginn 26 janúar Nýjar konur velkomnar í þennan skemmtilega félagskap sem þvælist á milli 4 staða 2 í mánuði kærar saumakveðjur Spretturnar

  • 1
Flettingar í dag: 45
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 46
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 349386
Samtals gestir: 71928
Tölur uppfærðar: 18.2.2019 15:25:38