Færslur: 2015 Október

31.10.2015 15:58

Fáskrúðsfjörður 31. okt. 2015

Í dagi hittumst við í Glaðheimum a Fáskrúðsfirði 15 konur og þar var saumað spjallað og borðað af mikilli ánægju.  Nokkrar konur komu með jólaefni sem hinar máttu gramsa í og eigna sér og ætlum við að koma með restina og kanski eitthvað meira i næsta skifti.

Eins og myndirnar sýna þá var eitt og annað til sýnis og veitingarnar ekki af verri endanum.

Næst hittumst við á Egilssöðum. þann 15. nóvember

18.10.2015 14:34

Eskifjörður 18.okt. 2015

Í dag hittumst við á Eskifirði 15 hressar konur og skemmtum okkur við spjall saumaskap. prjónaskap, leti og át.  Það er alltaf jafngaman að koma svona saman og sjá hvað við erum að gera og dáðst að verkum hvor annarar

 

Næst verður það Fáskrúðsfjörður þann 31. október

05.10.2015 15:45

Stöðvafjörður 4. okt.

Í dag hittumst við 1 konur á Stöðvafirði og var þetta annar hittingur vetrarins,  það var mikið spjallað og mikið borðað af góðum veitingum.  það er alltaf jafngaman að fara á þessa hittinga og skiftir engu hvort við erum með bútasaum eða bara einhverja aðra handavinnu

Næst hittumst við á Fáskrúðsfirði laugardaginn 17.október.

  • 1
Flettingar í dag: 45
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 46
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 349386
Samtals gestir: 71928
Tölur uppfærðar: 18.2.2019 15:25:38