Færslur: 2017 Maí

16.05.2017 21:38

Lokadagur vetrarins 2016-2017

Sunnudaginn 14. maí hittumst við i Eskju salnum í síðasta sinn þetta vorið og næsti hittingur verður svo í haust.

Við mættum 16 konur sem saumuðu, prjónuðu og spjölluðu og að sjálfsögðu var borðað og drukkið

Takk fyrir veturinn

01.05.2017 09:18

Saumahelgi á Fjótsdalsgrund

Það var saumahelgi hjá okkur og hún var haldin að Fljótsdalsgrund í Fjótsdal og þar vorum við dekraðar af staðarhaldaranum henni Helgu.

Við mættum flestar á fimmtudaginn 27. apríl og settum upp saumaaðstöðuna og byrjuðum að sjálfsögðu á því að sauma.

Eygló var búin að útbúa nýtt verkefni og það var afhent þannig að konurnar gátu byrjað að sníða þær sem höfðu komið með efni og þær sem ekki voru með efni gátu keypt hjá henni Nancy sem kom með hluta af Quiltbúðinni sinni með sér til okkar.

Á föstudagskvöldið þá var óvissuverkefni sem allir voru komnir með tilbúið efni í og leiðbeiningarnar voru afhentar í pörtum þannig að allir gætu nokkurnvegin fylgst að.

Laugardagurinn leið eins og í sögu og allar höfðu eitthvað að gera á milli þess að fá góðgæti í kroppinn hjá henni Helgu og svo var hátíðarkvöldverður um kvöldið og þar var leikið, lestnir brandarar gefnar gjafir og smá happadrætti með bútum og bókum og svo að sjálfsögðu sýning á verkunum okkar.

Sunnudagurinn kom svo og eitt og annað var klárað og hjálpast að við að koma búðinni inn í bílinn hennar Nancyar  og svo var kveðjukaffi hjá Helgu og kunnum við henni okkar bestu þakkir fyrir yndislegan viðurgjörning.

Við erum svo að sjálfsögðu búinar að skrá okkur á Löngumýri í haust.

  • 1
Flettingar í dag: 45
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 46
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 349386
Samtals gestir: 71928
Tölur uppfærðar: 18.2.2019 15:25:38