11.12.2017 05:06

Jólahittingur

Sælar allar 

Við í spretti hittumst í Glaðheimum á Fáskrúðsfirði þann 9 des við vorum 14 og áttum notarlega stund skyptumst á gjöfum og borðuðum  góðar veitingar þetta er síðasti hittingur á þessu ári . við þurfum að sleppa einum hitting vegna veðurs Vonandi héldur Kári sig í skefjum eftir áramót svo að þetta gerist ekki aftur .Við skvísurnar óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farældar á nýju ári Og kærar þakkir fyrir heimsóknirnar á síðuna okkar .

14.11.2017 08:59

Eskifjörður 12 nóv 2017

Hæ hæ við hittumst á Eskifirði vorum frekar fámennar söknuðum stelpnana frá Fáskrúðsfirði sumar saumuðu Jólasveinabuxur en aðrar gerðu annað notarleg stund hjá okkur Næst hittumst við á Fásrúðsfirði 24 nóv 

29.10.2017 14:57

Saumahittingar í október

Sælar allar við hittumst  á Egilsstöðum og Stöðvarfirði í október það var notarlegt og gaman að hittast eftir sumarfrí Það voru að sjálfsögðu frábærar veitingar hjá skvísunum Næst hittumst við á Eskifirði 12 nóv og gerum jólaverkefni nánari upplýsingar síðar Hlakka bara til 

30.09.2017 14:52

Fáskrúðsfjörður 30. sept

Í dag hittumst við í fyrsta sinn þetta haust og það var góð mæting 15 konur komu og undu sér vel við sauma prjóna og þess háttar.

að sjálfsögðu voru svo góðan veitingar og allar fóru glaðar heim.

Næsti hittingur verður svo 15. nóvember á Egilsstöðum

16.05.2017 21:38

Lokadagur vetrarins 2016-2017

Sunnudaginn 14. maí hittumst við i Eskju salnum í síðasta sinn þetta vorið og næsti hittingur verður svo í haust.

Við mættum 16 konur sem saumuðu, prjónuðu og spjölluðu og að sjálfsögðu var borðað og drukkið

Takk fyrir veturinn

01.05.2017 09:18

Saumahelgi á Fjótsdalsgrund

Það var saumahelgi hjá okkur og hún var haldin að Fljótsdalsgrund í Fjótsdal og þar vorum við dekraðar af staðarhaldaranum henni Helgu.

Við mættum flestar á fimmtudaginn 27. apríl og settum upp saumaaðstöðuna og byrjuðum að sjálfsögðu á því að sauma.

Eygló var búin að útbúa nýtt verkefni og það var afhent þannig að konurnar gátu byrjað að sníða þær sem höfðu komið með efni og þær sem ekki voru með efni gátu keypt hjá henni Nancy sem kom með hluta af Quiltbúðinni sinni með sér til okkar.

Á föstudagskvöldið þá var óvissuverkefni sem allir voru komnir með tilbúið efni í og leiðbeiningarnar voru afhentar í pörtum þannig að allir gætu nokkurnvegin fylgst að.

Laugardagurinn leið eins og í sögu og allar höfðu eitthvað að gera á milli þess að fá góðgæti í kroppinn hjá henni Helgu og svo var hátíðarkvöldverður um kvöldið og þar var leikið, lestnir brandarar gefnar gjafir og smá happadrætti með bútum og bókum og svo að sjálfsögðu sýning á verkunum okkar.

Sunnudagurinn kom svo og eitt og annað var klárað og hjálpast að við að koma búðinni inn í bílinn hennar Nancyar  og svo var kveðjukaffi hjá Helgu og kunnum við henni okkar bestu þakkir fyrir yndislegan viðurgjörning.

Við erum svo að sjálfsögðu búinar að skrá okkur á Löngumýri í haust.

05.04.2017 13:39

Egilsstaðir 2. apríl 2014

Við hittumst á Egilsstöðum 2 apríl og spjölluðum, saumuðum og borðuðum.

 

Næsti hittingur verður líklega sá síðasti og hann verður um miðjan maí.

 

 

22.03.2017 18:15

Stöðvafjörður 19. mars 2017

Þann 19 mars hittumst við 11 konur á Stöðvafirði og þar var glatt á hjalla.  Að sjálfsögðu voru veitingarnar ekki af verri endanum og fórum við saddar og sælar heim.

04.03.2017 16:53

Fáskrúðsfjörður 4. mars 2017

Í dag hittust við 14 konur í Glaðheimum á Fáskrúðsfirði og eins og venjulega var tekið vel á móti okkur.  Við skemmtum okkur við saumaskap og prjónaskap og notalegt spjall.  Að sjálfsögðu voru veitingarnar ekki af verri endanum.  Takk fyrir okkur.

19.02.2017 19:04

Egilsstaðir 19. febrúar 2017

Í dag konudaginn hittumst við 15 konur á Egilsstöðum.  Það var saumað, prjónað, saumað út og að sjálfsögðu spjallað og borðað

Næst hittumst við á Fáskrúðsfirði laugardaginn 4 mars

06.02.2017 16:48

Eskifjrður töskudagur 05.02

í dag þá hittumst við á Eskifirði og höfðum töskudag.  Við vorum með 3 snið af töskum og konurnar völdu sér tösku til þess að sauma og þetta tókst líka þetta vel og gerði mikla lukku.  Að vísu kláruðu ekki allar sitt en allt var langt komið og verður örugglega klárað þegar við hittumst næst.

 

22.01.2017 17:27

Stöðvafjörður 22. jan 2017

Í dag hittumst við 15 konur á Stöðvafirði og áttum góða dagstund saman.  Erna Nielsen kom með englateppið hennar Önnu Maríu sem hún tók að sér að klára að stinga og Hrafn kom og tók við því og var ákveðið að það skyldi eiga sér heimili uppi á vegg í skólanum.

 

Næst ætlum við að hittast á Eskifirði og þá verður töskudagur.

 

08.01.2017 14:42

Fáskrúðsfjörður 7.jan 2017

Nú byrjuðum við nýja árið á Fáskrúðsfirði laugardaginn 7. janúar.

Það var mjög góð mæting það komu 18 konur og við nutum þess að spjalla og dunda okkur.

Að sjálfsögðu fengum við gott að borða og drekka.

 

Næsti hittingur er á stöðvafirði sunnudaginn 22. janúar.

 

 

  • 1
Flettingar í dag: 3
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 410
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 299145
Samtals gestir: 64628
Tölur uppfærðar: 12.12.2017 02:07:10