08.12.2018 18:21

Jólafundur á Fáskrúðsfirði

Þann 8. desember var Jólafundurinn okkar á Fáskrúðsfirði.  Mættar voru 15 konur sem eyddu nokkrum tímum við handavinnu jólagjafaúthlutun og að sjálfsögðu voru góðar veitingar í boði.

 

Næsti hittingur verður á nýju ári eða þann 19. janúar á Egilsstöðum

10.11.2018 16:59

Eskifjörður 10. nóv, 2018

Í dag hittumst við 12 konur á Eskifirði þar sem við saumuðum spjölluðum og borðuðum og að sjáfsögðu sýndum við afrakstur síðustu vikna

27.10.2018 17:20

Egilsstaðir 27.102018

Í saf hittumst við á Egilsstöðum og vorum með langan dag því við vorum að sauma jólasokka, og svo um 3 leitið þá drifum við okkur í bókakaffi í þessar fínu veitingar.

Næst hittumst við á Eskifirði

07.10.2018 08:58

Stöðvafjörður 29.09 2018

Laugrdaginn 29.09 hittumst við á Stöðvafirði og vorum þar í góðu yfirlæti.  Klukkan 2 bygjaði sýning á verkunum hennar Önnu Maríu í skólanum og að sjálfsögðu fórum við þangað og þar var allt yfirfullt af verkunum hennar sett fram á glæsilegan hátt og nutum við okkar við að skoða sýninguna og að minnast þessarar frábæru konu.

16.09.2018 19:16

Eskifjörður 16.sept 2ö18

Í dag hittust við í fyrsta sinn þennan vetur og nú komu saman 13 konur 

13.05.2018 17:05

Skjöldólfsstaðir 10-13.maí 2018

Þessa helgi vorum við með saumahelgi á Skjöldólfsstöðum á Jökuldag og mættu þar 18 konur til þess að sauma og hafa gaman.

Verkefni helgarinnar var veggmynd og svo inniskór sem voru óvissuverkefni og tóku þátt þær sem vildu.

Viðurgjörningurinn var virkilega góður og fóru allar sáttar heim efir góða helgi, þar sem mikið var saumað, talað, hlegið og borðað.

29.04.2018 15:38

Fáskrúðsfjörður 29.04.2018

Í dag var síðasti hittingur vetrarins og við komum saman 16 konur á Fáskrúðsfirði

Þar saumuðum, prjónuðum og saumuðum út og að sjálfsögðu fengum við góðar veitingar.

Jórunn úthlutaði sumarverkefni til þeirra sem vildu þyggja og þessi verkefni verða svo til sýnis á fyrsta hittingi haustsins.

 

15.04.2018 15:29

Eskifjörður 15.04.2018

Nú hittumst við á Eskifirði 13 konur og eyddum deginum við sauma, prjón og blaður og að sjálfsögðu var boðið upp á kræsingar

 

25.03.2018 11:32

Stöddi 18.03.2018

Sunnudaginn 18. mars hittumst við á Stöðvafirði

 við sauma, prjóna, spjall og át.

Takk fyrir okkur.

 

21.02.2018 05:34

Sælar allar 

Við hittumst í Glaðheimum Fáskrúðsfirði laugardaginn 17 febrúar Það komu 12 kellur og dunduðu sér saman og borðuðum góðar veitingar Takk fyrir okkur  Næst hittumst við á Egilstöðum 4 mars Nýjar myndir á albúmi 

 

04.02.2018 14:47

Eskifjörður 4.feb 2018

Í dag hittumst við á Eskifirði 14 konur og eyddum tímanum í saumaskap át og spjall.  Út um glugana hjá okkur blöstu við nokkur gullfalleg Norsk loðnuskip

næsti hittingur verður á Fáskrúðsfirði laugardagnn 17. febrúar

27.01.2018 12:48

Stöddi og Egilsstaðir

Þann 7 janúar hittumst við á Stöðvafirði.  Ég gleymdi að taka myndir að því sem konurnar voru með því að það fór að snjóa svo mikið að við vildum flýta okkur heim en það eru þó nokkrar myndir af okkur og svo kræsingunum sem við fengum.

þann 21. janúar hittumst við svo á Egilsstöðum 15 konur og þar voru teknar myndir af konum og verkefnum.

Fyrirgefið seinaganginn hjá mér við að setja eitthvað inn

 

Ég veit ekki af hverju myndirnar koma allar inn á haus en ef þið ýtið á sækja mynd þá kemur hún rétt..

11.12.2017 05:06

Jólahittingur

Sælar allar 

Við í spretti hittumst í Glaðheimum á Fáskrúðsfirði þann 9 des við vorum 14 og áttum notarlega stund skyptumst á gjöfum og borðuðum  góðar veitingar þetta er síðasti hittingur á þessu ári . við þurfum að sleppa einum hitting vegna veðurs Vonandi héldur Kári sig í skefjum eftir áramót svo að þetta gerist ekki aftur .Við skvísurnar óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farældar á nýju ári Og kærar þakkir fyrir heimsóknirnar á síðuna okkar .

  • 1
Flettingar í dag: 27
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 148
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 342533
Samtals gestir: 70669
Tölur uppfærðar: 11.12.2018 07:59:57